Stærsta hagsmunamál Vestmannaeyja

Samgöngumál eru og verða ávallt meðal stærstu hagsmunamála Vestmannaeyja.  Sá áfangasigur sem náðist á síðasta kjörtímabili með og vegna góðrar samvinnu og samstöðu Sjálfstæðisflokks og Eyjalistans er stærsta skrefið í átt að bættum samgöngum á þessari öld frá tilkomu Landeyjahafnar sjálfrar.

Í samgöngusögu Vestmannaeyja er það deginum ljósara að þegar íbúum hefur þótt nóg komið af afskipta- og áhugaleysi ríkisins hvað varðar samgönguúrbætur í gegnum tíðina þá hafa bæjarbúar sjálfir brett upp ermarnar og tekið málin í sínar eigin hendur. Þannig var ástandið síðastliðið vor þegar samgönguráðuneytið bænheyrði íbúa eftir fjölmarga íbúafundi þar sem krafan var sú að Vestmannaeyjabær fengi sjálfstjórnarrétt á ferjusiglingum milli lands og Eyja.

Líkt og fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa gert frá upphafi lýsum við áfram yfir fullu trausti á öfluga stjórn Herjólfs ohf. en þar innanborðs sitja m.a. þrír aðilar úr samninganefnd Vestmannaeyjabæjar sem í viðræðum sínum við samgönguráðuneytið tryggðu Vestmannaeyingum eftirfarandi:

Yfirráð yfir stærsta hagsmunamáli sínu
600 fleiri ferðir á ári
Siglingar ALLA daga ársins, líka á stórhátíðum
Aukinn afslátt af gjaldskrá fyrir heimamenn
Fleiri störf við ferjurekstur enda mun skipið þurfa þrjár áhafnir í stað tveggja
Nýtt bókunarkerfi og aukna upplýsingagjöf til notenda þjónustunnar
Og einn mikilvægasti liðurinn: verði hagnaður af rekstri hins opinbera hlutafélags verður honum að fullu varið í að auka þjónustu og/eða lækka gjaldskrá. Þannig fari ábatinn af ferjurekstrinum beint inn í samfélagið okkar en ekki í vasa hlutafélaga einkahlutafélags.

Höldum fókus, látum ekki ósætti eða sérhagsmuni einstakra aðila varpa skugga á eða draga úr mikilvægi og nauðsyn þess að þetta mikilvæga verkefni fái að halda áfram að blómstra.  Tökum höndum saman og höldum áfram veginn, fyrir bjarta framtíð Vestmannaeyja.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Helga Kristín Kolbeins
Trausti Hjaltason

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.