
Meðferðaúrræði eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Margt er hægt að gera og stuðla verður að því að einstaklingur með heilabilun skynji væntumþykju og virðingu í sinn garð og að sjálfsvirðingu og sjálfsmynd sé haldið við. Allir einstaklingar hafa færni til að þroskast og vaxa.
Minningarvinna
Fer fram í hópum og er stunduð í fjölbreyttum tilgangi en er á tíðum skilgreind sem fræðandi dægradvöl og virkni. Markmið með minningarvinnu er að allir í hópnum geti átt saman ánægjulega stund, myndað tengsl og kynnst hvort öðru. Þessi meðferð er notuð víða og á ýmsan hátt, meðal annars á hjúkrunarheimilum.
Hreyfiþjálfun
Er mikilvægt úrræði fyrir aldraða einstaklinga og með reglulegri hreyfingu er hægt að hægja á þeim öldrunarbreytingum sem verða í líkamanum með hækkandi aldri. Hreyfing hefur góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu.
Músíkþerapía
Getur verið mikilvægur þáttur í lífi einstaklinga með heilabilun og er hún góð til að byggja upp lífsgæði og hjálpa einstaklingum að vinna gegn einmannaleika, aðgerðaleysi og gefa einstaklingnum möguleika á tjáningu án orða. Tónlist er hvetjandi og getur örvað minni
Dýr
Meðferð með aðstoð dýra er úrræði sem hefur vakið aukna athygli síðustu ár. Dýr skapa heimilislegar aðstæður á stofnunum eða hjúkrunarheimilum. Umgengni við dýr hafa afslappandi áhrif og getur gagnast einstaklingum við atferlis og sálræna kvilla sjúkdómsins ásamt því að draga úr kvíða og einmannaleika.
Listmeðferð
Er meðferðaúrræði sem byggir á sálfræðilegum kenningum og er myndræn tjáning notuð markvisst til að vinna úr reynslu og upplifun einstaklingsins. Á myndmáli geta allir tjáð sig með sínum eigin rökum og á eigin hraða. Listmeðferð eykur sjálfstraust, skapar aðstæður til sjálfstæðrar tjáningar og einnig getur hún rofið félagslega og andlega einangrun.
Ilmolíumeðferð
Er meðferðaúrræði sem á sérstaklega vel við aldraða einstaklinga og er hún róandi. Ilmolíumeðferð getur haft áhrif á blóðstreymið, slakað á vöðvum og sérstaklega aukið hreyfigetu aldraða einstaklinga. Ilmolíur geta auk þess dregið úr líkamlegum kvillum og vakið jákvæðar minningar og komið einstaklingum í gott skap.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.