Gáfu tæki að verðmæti fimm milljóna

Þann 21. nóvember 2018 fór fram formleg gjafaafhending á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum.  Það voru fulltrúar frá Kvenfélaginu Líkn og Oddfellowstúkunni Vilborgu sem færðu stofnunni gjafirnar fyrir hönd sinna félaga.

Kvenfélagið Líkn hefur verið tryggur bakhjarl HSU gegnum tíðina og færði stofnunni að þessu sinni fjögur tæki, blóðrannsóknatæki, sjúklingalyftu, svefnrannsóknartæki og CRP mælingartæki samtals að verðmæti 2.658.023.
Oddfellowstúkan Vilborg gaf til stofnunarinnar tvö tæki að þessu sinni, hjartalínuritstæki og sjónvarp, samtals að verðmæti 1.608.710. Stúkan hafði auk þess fært stofnunni súrefnismettunarmæli fyrir börn að upphæð 300.000 fyrr á þessu ári.

Tækin er kærkomin viðbót fyrir starfsemina í Vestmannaeyjum og koma sér einstaklega vel.  Með þessum gjöfum er þjónusta og öryggi skjólstæðinga HSU í Vestmannaeyjum bætt til muna.  Stofnunin er ákaflega þakklát þeim ómetanlegum stuðningi félagasamtakana tveggja,  því án þessa stuðnings væri tækjakostur stofnunarinnar mun rýrari.

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.