Námsleiðir fyrir fólk með minni formlega skólagöngu

Viska býður upp á ýmsar námsleiðir sem hugsaðar eru fyrir fólk með minni formlega skólagöngu. Öðrum er snannarlega heimilt að taka þátt í námsleiðunum eigi það við.

Námsleiðirnar eru styrktar af Fræðslusjóði, sem samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu stuðlar að því að til séu viðeigandi námstækifæri fyrir einstaklinga með stutta formlega skólagöngu, en jafnframt að skapa skilyrði svo sömu einstaklingar geti nýtt sér slík tækifæri.

Á vorönn er ætlunin að bjóða upp á tvær smiðjur ásamt Grunnmenntaskólanum, en hann spannar allt árið, vor- og haustönn. Smiðjurnar sem nú verður boðið upp á eru Handverks- og hönnunarsmiðja og Fablabsmiðja. Báðar smiðjurnar eru 120 kennslustundir og kennsla fer fram tvö síðdegi sem og annan hvern laugardag. Sama gildir um Grunnmenntaskólann.

Endilega skráið ykkur til leiks og við getum farið af stað með spennandi námstækifæri. viska@viskave.is og 4880100

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.