Á fimmtudaginn fór fram Vetrarmót Taflfélags Vestmannaeyja. Alls mættu 20 galvaskir keppendur til leiks. Tefldar voru 5 skákir með 5 mínútna umhugsunartíma. Allir fengu glaðning að loknu móti frá Símanum og einnig voru dregin gjafabréf frá Kránni og 900 Grillhús.
Kristófer Gautason var í liðinni viku með skákkennslu bæði í grunnskólanum fyrir 2.-4. bekk og í húsnæði Taflfélags Vestmanneyja. Kristófer hefur kennt skák í fimm skólum á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að kenna í yngri deild Breiðabliks og sagði hann í samtali við Eyjafréttir að hann hafi ekki fundið fyrir jafn mikilli jákvæðni og áhuga í garð skákarinnar áður, eins og hér í skólanum.
Vegna mikillar eftirspurnar eftir skákæfingum verður nú boðið uppá áframhaldandi skákæfingar fyrir börn á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 16:30-17:30, að börnunum að kostnaðarlausu. Þjálfarar verða Eyþór Daði Kjartanson og Sigurður Ingi Magnússon.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst