Kerfið mun auka gæði og bæta yfirsýn

Heimaþjónusta Vestmannaeyjabæjar hefur tekið í notkun rafrænt heimaþjónustukerfi Careon sem notað er í snjallsíma. Kerfið mun auka gæði og bæta yfirsýn yfir þá þjónustu sem heimaþjónustan er að veita.

„Kerfið virkar þannig að starfsfólk okkar fær upplýsingar í símann sinn um þá þjónustu sem það á að veita á heimilum og hvenær þjónustan á að fara fram. Til að auka áreiðanleika þjónustunnar þarf að setja upp rafrænt auðkenni í formi límmiða á þeim heimilum sem eru með heimaþjónustu. Starfsmenn okkar staðfesta komu sína með því að bera snjallsímann upp að límmiðanum og svo aftur þegar þjónustunni er lokið. Þá berast upplýsingar um komutíma, veitta þjónustu og brottfarartíma strax í símann og á sama tíma til stjórnenda heimaþjónustunnar. Þetta fyrirkomulag gerir starfsfólki auðveldara um vik að bregðast hratt við þegar á þarf að halda og ef gera þarf breytingar á þjónustunni með skömmum fyrirvara,“ segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.

Nýjustu fréttir

Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.