Rétt fyrir miðnætti í gærkvöld var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út að Dverghamri vegna elds í rafmagnskassa við götuna.
Íbúar urðu fyrst varir við rafmagnsflökt, að ljós og sjónvörp kveiktu á sér og slökktu til skiptis. Ljósglæringar stóðu út úr kasssanum og síðan eldur. Töluverður reykur steig frá kassanum og fór í næsta hús. Þar þurfti að hafa útidyr og glugga opna til að loftræsa.
Rafvirkjar frá HS veitum mættu strax á staðinn og unnu að viðgerð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst