Foreign Monkeys snúa aftur
Hljómsveitin Foreign Monkeys

Önnur plata Eyjasveitarinnar Foreign Monkeys kom út í dag 10 árum upp á dag frá útgáfu fyrri plötu þeirra. Platan sem ber hið mjög svo viðeigandi nafn, Return, kom út á helstu tónlistarveitum í nótt, þ.á.m. Spotify. Platan hefur einnig verið pressuð á vinyl og má nálgast eintök af henni með að fara inn á heimasíðu sveitarinnar www.foreignmonkeys.com

Hlustunarpartý og útgáfutónleikar

Í tilefni af útgáfunni bjóða þeir félagarnir Eyjamönnum í tveggja daga partý.

Á fimmtudagskvöldið 4. apríl kl. 21.00 munu Foreign Monkeys og The Brothers Brewery bjóða Eyjamönnum til hlustunarpartýs á Brothers. Foreign Monkeys munu segja stuttlega frá útgáfunni, vinylplatan verður spiluð í heild sinni og bræðurnir kynna nýjustu bjór afurð sína Mr. Chimp, en bjórinn heitir einmitt eftir lagi með Foreign Monkeys.

Á föstudagskvöld kl 20:30 halda svo Foreign Monkeys útgáfutónleika sína í Alþýðuhúsinu. Hljómsveitin Merkúr eru sérstakir gestir á tónleiknum og mun þeir hefja leikinn stundvíslega kl. 20:30 en Foreign Monkeys stígur á svið strax á eftir þeim. Foreign Monkeys munu leika valið efni af fyrri plötu sinni ásamt því að leika nýju plötuna í heild sinni.

Frítt er inn á báða viðburðina og munu Foreign Monkeys selja vinylútgáfu Return á staðnum

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.