Í dag mætast í þriðja sinn lið Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í Hafnafirði í dag.Þessi þriðji leikur er gífurlega mikilvægur upp á framhaldið en staðan í einvíginu er 1-1.
Kári Kristján Kristjánsson var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann af aganefnd HSÍ. Kári fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Heimi Óla Heimissyni í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Íslandsmótsins í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn var. Kári fékk upprunalega eins leiks bann fyrir brotið, en refsingin hefur nú verið þyngd. Róbert Sigurðarson verður einnig í leikbanni í dag.
Leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag og er hann í beinni á Stöð 2 Sport.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst