ÍBV hefur fengið liðsstyrk frá Englandi í Pepsí Max deild kvenna í knattspyrnu en ÍBV hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni.
Um er að ræða enskan framherja, Anna Young, að nafni og er hún 24 ára gömul. Lék hún síðasta tímabil með Sunderland í ensku C-deildinni. Sunderland var áður atvinnumannalið en hætti því fyrir síðasta tímabil og fór liðið þá niður í C-deildina.
Næsti leikur ÍBV er á þriðjudaginn þegar liðið heimsækir KR í 4. umferð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst