Vinnslustöðin kaupir saltfiskvinnslu í Portúgal

Vinnslustöðin hf. hefur keypt saltfiskvinnslufyrirtækið Grupeixe í Portúgal. Frá kaupunum var gengið fyrir helgina og Vinnslustöðin hefur þegar tekið við rekstri portúgalska félagsins.

Nuno er Portúgali og hefur starfað sem sölustjóri VSV í Portúgal undanfarin ár og skilað þar afar góðu verki, hann heldur hér á saltfisk.

Grupeixe er framleiðslu-, dreifingar- og sölufyrirtæki fyrir saltfisk í borginni Aveiro í norðurhluta Portúgals. Það er meðalstórt í á sínu sviði þar í landi, veltir jafnvirði um 1,8 milljarða króna ári og seldi um 2.300 tonn af afurðum árið 2017. Starfsmenn eru um 30 talsins. Fyrirtækið kaupir þorsk frá Íslandi, Noregi, Rússlandi og víðar að til að þurrka og dreifa á mörkuðum sínum. Forstjóri Grupeixe, José Maria Pereira Cachide, stofnaði fyrirtækið 1993 og rekur það ásamt fjölskyldu sinni. Hann mun starfa í tvö ár með nýjum eigendum en Nuno Araújo verður framkvæmdastjóri Grupeixe.

Rökrétt skref
Nuno er Portúgali og hefur starfað sem sölustjóri VSV í Portúgal undanfarin ár og skilað þar afar góðu verki, segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, „Saltfiskmarkaðurinn í Portúgal skiptir Vinnslustöðina miklu máli og við höfum lengi lagt okkur eftir því að sinna honum vel og alúðlega. Saltfiskhefð Portúgala er mikil og sterk. Kaupin á Grupeixe eru í samræmi við þá stefnu Vinnslustöðvarinnar að færa sig nær mörkuðum og viðskiptavinum erlendis. Síðla árs 2017 urðum við meðeigendur í Okada Suisan í Japan, rótgrónu fjölskyldufyrirtæki sem hefur nær 50% markaðshlutdeild loðnuafurða þar í landi. Við skynjuðum strax afar vel hve miklu þetta skref skilaði Vinnslustöðinni og treystir stöðu hennar í Asíu en þangað fara nú tæplega 50% allra frystra uppsjávarafurða félagsins. Kaupin á Grupeixe eru rökrétt skref í ljósi þeirrar reynslu,“

Nuno er hér fyrir miðju.

Fyrsta útlenda fyrirtækið sem eignast að fullu saltfiskfiskvinnslu í Portúgal
Engar breytingar verða á starfsemi VSV í Vestmannaeyjum vegna þessa, „en víst er að þetta skref styrkir og treystir saltfiskvinnslu okkar í sessi. Kaupin áttu sér nokkurn aðdraganda og ég tek þau sem traustsyfirlýsingu gagnvart Vinnslustöðinni. Þannig erum við fyrsta útlenda fyrirtækið sem eignast að fullu saltfiskfiskvinnslu í Portúgal og gerumst þar með beinir þátttakendur í rótgrónum atvinnurekstri með tilheyrandi hefðum og sögu,“ sagði Sigurgeir.

Þraukuðum með þeim gegnum samdráttarskeiðið
Portúgalar eru mestu neytendur þorsks í heiminum, sagði Sigurgeir en portúgalar gengu í gegnum djúpa og langvarandi efnahagskreppu fyrir nokkru og drógu um hríð úr saltfiskkaupum af VSV og verðið lækkaði líka. „Við snerum samt ekki við þeim baki, heldur þraukuðum með þeim gegnum samdráttarskeiðið. Svo fór landið að rísa og markaðurinn að taka við sér,“

Hafa undirbúið sókn erlendis
„Kaupin eru að sjálfsögðu stefnumarkandi. Með þeim skuldbindum við okkur til að sinna vel verðmætum saltfiskmarkaði Íslendinga. Til að mynda er netafiskur, veiddur á vetrarvertíð við suður- og vesturströnd Íslands og saltaður, jólamatur Portúgala og á sér ríka hefð. Við höfum undirbúið sókn okkar erlendis með markaðsrannsóknum í nokkrum löndum. Niðurstaðan var að stíga þetta skref. Nú er framtíðin í okkar höndum og við munum að sinna af alúð veiðum, vinnslu, sölu og markaðssetningu verðmætra sjávarafurða okkar,“ sagði Sigurgeir að endingu.

Nýjustu fréttir

Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Tómas Bent á skotskónum
Nýkjörin stjórn Eyjalistans tekur til starfa
Blaðið
Nýburar
Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Veðrið
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.