Í morgunblaðinu í dag er bent á að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur henti vel til afnota fyrir Slysavarnaskóla sjómanna þegar ferjunni verður skipt út fyrir nýja sem er væntanleg á næstu dögum og að ráðamenn séu nokkuð velviljaðir hugmyndinni. Sæbjörgin er komin til ára sinna og þörf er á nýju hentugu skólaskipi.
Herjólfur verður áfram í Vestmannaeyjum
Í samningum vegna yfirtöku reksturs Herjólfs ohf. var tryggt að gamli Herjólfur sem er kominn vel til ára sinna en hefur reynst Vestmannaeyjum einstaklega vel verði áfram til taks í Eyjum fyrstu tvö árin og ljóst að ferjan mun áfram sinna þörfum Vestmannaeyinga.
Slysavarnaskóli sjómanna verði staðsettur í Vestmannaeyjum
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa sig jákvæða gagnvart því að ferjan verði á einhverjum tímapunkti nýtt fyrir slysavarnaskóla sjómanna með því skilyrði þó að starfsemi skólans og höfuðstöðvar verði í Vestmannaeyjahöfn. Sú ráðstöfun væri bæði skynsamleg og í takt við stefnu stjórnvalda, bæði sökum hlutfallslegrar stærðar fagstéttarinnar í samfélaginu og nálægðar við útgerð og vinnslu. Það er í takt við Byggðastefnuna að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni, eykur fjölbreytileika atvinnulífs í Vestmannaeyjum ásamt því að hægt er að nýta öfluga fræðasamfélagið í Eyjum með verkefninu, bæði til kennslu og e.t.v. nýsköpunar og framþróunar fræðslunnar.
Eðlileg mótvægisaðgerð vegna loðnubrests
Samfélagið í Vestmannaeyjum var fyrir þungu höggi þegar að loðnubrestur varð staðreynd og hefur mikil afleidd áhrif á atvinnulíf í Vestmannaeyjum. Mörg dæmi eru um að stjórnvöld grípi inn í og bregðist við slíkum áföllum, bæði eru fyrri dæmi um það í Vestmannaeyjum í tengslum við fyrri alvarlega aflabresti og nú nýlegar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall flugfélagsins WOW. Flutningur starfsemi skólans til Vestmannaeyja gæti farið vel sem hluti af slíkum mótvægisaðgerðum
Undirrituð munu gera það að opinberri tillögu sinni á næsta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja að komi til þess að Herjólfur verði nýttur sem skólaskip slysavarnaskóla sjómanna verði höfuðstöðvar og starfsemi skólans staðsettur í Vestmannaeyjum og þannig stuðla að fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni líkt og felst í byggðastefnu stjórnvalda.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum
Helga Kristín Kolbeins
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Trausti Hjaltason
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.