Þrjá nýjar tegundir fundust í Surtsey

Surts­ey kem­ur vel und­an þurrkatíðinni í sum­ar og rann­sókn­ir líf­fræðinga í eynni und­an­farna daga hafa sýnt að sem fyrr er gróður­líf þar fjöl­breytt og vax­andi. Ein ný plöntu­teg­und fannst á eynni, hóffíf­ill, og tvær nýj­ar pöddu­teg­und­ir, hvann­uxi og lang­legg­ur.

Líf­fræðing­ar Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands fóru í ár­leg­an leiðang­ur til Surts­eyj­ar 14.-18. júlí þar sem litið var á land­nám plantna og dýra. Á hverju ári má merkja aukna út­breiðslu graslend­is í eynni, að því er fram kem­ur á vef Nátt­úru­fræðistofn­un­ar, en það nýt­ur góðs af öfl­ugri áburðar­gjöf máfa sem hafa hreiðrað um sig í Surts­ey.

Surts­ey var friðlýst árið 1965 og fer Um­hverf­is­stofn­un með um­sjón Surts­eyj­arfriðlands­ins. Óheim­ilt er að fara í land í Surts­ey eða kafa við eyna nema að fengnu leyfi Um­hverf­is­stofn­un­ar. Þá hef­ur eyj­an verið á heims­minja­skrá Unesco frá því í júlí 2008.

Í hinum ár­lega leiðangri Nátt­úru­fræðistofn­un­ar fannst plöntu­teg­und­in hóffíf­ill, en síðast fund­ust nýj­ar teg­und­ir árið 2015. Alls hef­ur fund­ist 61 teg­und æðplantna á lífi á eyj­unni en tvær teg­und­ir, hnjáliðagras, sem hafði vaxið á eynni í ár­araðir, og ljónslappi sem fannst nýr árið 2016, fund­ust ekki á lífi í ár.

Mbl.is greindi frá

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.