Kviknaði í tjörupappa í frystigeymslu VSV

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en þarna hafði maður sem var eitthvað ósáttur slegið annan í andlitið þannig að tönn losnaði. Árásarmaðurinn var handtekinn og var vistaður í fangageymslu. Skýrsla var tekin af árásarmanninum eftir að víman rann af honum. Málið er í rannsókn.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna hraðaksturs um helgina en hann mældist á 70 km/klst. á Hamarsvegi en þar er hámarkshraði 50 km/klst. Þrír ökumenn fengu sekt vegna ólöglegrar lagningar, einn fyrir að nota ekki öryggisbelti í akstri og þá fengu tveir ökumenn sekt fyrir akstur án réttinda.

Ekki mikið tjón
Síðdegis þann 18. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um eld í þaki frystigeymslu Vinnslustöðvarinnar á Eiði. Þarna hafði kviknað í tjörupappa þegar verið var að bræða hann saman og læstist eldurinn í þaksperrur. Greiðlega tókst að slökkva eldinn og varð ekki mikið tjón af völdum hans.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.