Vigdís heilsaði upp á Vigdísi

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hitti nöfnu sína skilvinduna í fiskimjölsverksmiðju VSV á dögunum og urðu þar fagnaðarfundir sem fyrr.

Starfsmenn nefndu græjuna eftir Vigdísi á sínum tíma. Þá var hún á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn og lét til sín taka og enn meira gefur gustað um hana í seinni tíð sem Miðflokksfulltrúa á vettvangi borgarstjórnar.

Vigdís er ánægð með nöfnu sína í Eyjum. Á Fésbókarsíðu sinni hefur hún eftir ónafngreindum starfsmanni VSV að helsti kostur Vigdísar skilvindu sé sá að hægt sé að slökkva á henni en ekki á borgarfulltrúanum Vigdísi!

Hér fylgja myndir af Vigdísunum tveimur í VSV. Þriðja og síðasta myndin er af fiskimjölsjörlunum Halla Gísla og Sigga Friðbjörns. Þeir stilltu sér upp við hlið Vigdísar skilvindu á árinu 2016.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.