Nýr Herjólfur mun hefja áætlunarsiglingar á morgun

Nýja Vestmannaeyjaferjan hefur siglingar síðdegis á morgun, fimmtudaginn 25. júlí. Fyrsta ferð nýs Herjólfs verður frá Vestmannaeyjum kl. 19:30. Aðstaða í Vestmannaeyjahöfn hefur nú verið bætt þannig að ferjan getur hafið siglingar á milli lands og Eyja án þess að tekin sé áhætta með skemmdir á Herjólfi. Unnið hefur verið að því að koma áætlunarsiglingum nýs Herjólfs af stað í samvinnu Vegagerðarinnar, Herjólfs ohf. og hafnarinnar í Vestmannaeyjum.

Aðstaðan í Vestmannaeyjahöfn verður svo bætt enn frekar í haust með uppsetningu enn öflugri „fendera“ sem eiga ekki bara að takmarka skemmdir eða annað lask á nýju ferjunni heldur mun líka auðvelda stjórnendum skipsins að leggja að og frá. Það gæti því einnig stytt þann tíma sem tekur að leggja að. Reiknað er með að það verk verði unnið á haustmánuðum.

Myndirnar eru frá vinnu við að setja upp nýja “fendera” eða stærri dekk en voru fyrir svo Herjólfur geti skammlaust lagt að í Vestmannaeyjum. Enn betri búnaður kemur síðan í haust.

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.