Gary Martin og Halldór Páll áfram hjá ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV boðaði til blaðamannafundar í dag kl. 18.00 með tiltölulega skömmum fyrirvara. Á fundinum skrifuðu Gary John Martin og Halldór Páll Geirsson undir áframhaldandi samninga við ÍBV og munu þeir því leika með ÍBV í Inkasso deildinni næsta sumar.
Halldór Páll er fæddur og uppalinn Eyjamaður, er markmaður og hann mun koma inn í þjálfun hjá ÍBV samkvæmt því sem kom fram á fundinum. Gary Martin þarf ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum og greindi formaður knattspyrnuráðs frá því að Gary hefði að eigin frumkvæði óskað eftir því að vera áfram í Vestmannaeyjum og spila með ÍBV.

Það er því ljóst að blásið verður til sóknar á næsta tímabili og stefnan sett aftur á meðal þeirra bestu.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.