Ákveðið hefur verið að ráða Harald Þorstein Gunnarsson í starf umsjónarmanns fasteigna Vestmannaeyjabæjar. Haraldur Þorsteinn er trésmiður og húsasmíðameistari að mennt. Hann hefur langa og farsæla starfsreynslu af eftirliti og viðhaldi fasteigna, framkvæmdum, nýsmíði og alhliða húsumsjón. Hann hefur jafnframt góða þekkingu á að meta hvar þörf er á úrbótum, stærri framkvæmdum og léttu viðhaldi. Haraldur Þorsteinn hefur undanfarin 5 ár unnið í FES, Ísfélagi Vestmannaeyja, m.a. sem votvinnslustjóri og við viðhald og húsumsjón. Þar áður starfaði Haraldur Þorsteinn við nýbyggingar og viðhald hjá Steina og Olla, sem rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar, sem stýrmaður á sjó og húsasmiður við nýsmíði og viðhald.
Alls sóttu 7 einstaklingar um starfið, allt karlmenn.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst