Vinnslustöðin getur bætt við sig vaktavinnufólki uppsjávarhúsinu á makrílvertíðinni, meðal annars við pökkun og í vélum. Fólk með réttindi á lyftara er afar velkomið líka!
„Það gerist gjarnan eftir Þjóðhátíð, og þegar skólar hefja starfsemi sína, að við þurfum að þétta raðirnar og auglýsa eftir fólki í stað skólanema sem hverfa á braut síðsumars. Þannig er staðan líka núna,“ segir Lilja Arngrímsdóttir starfsmannastjóri VSV.
„Við eigum því erindi við fólk hér í heimabyggðinni en ég vek jafnframt athygli á því að nýr Herjólfur hefur í raun stækkað atvinnusvæðið og gert Sunnlendingum fært að sækja vinnu hér. Þeir geta til dæmis tekið kvöld- og næturvaktir í makrílnum, komið með Herjólfi úr Landeyjarhöfn kl. 18:15 og farið til baka frá Eyjum kl. 9:30 að morgni.
Vinnuaðstæður í nýju uppsjávarvinnslunni eru fínar og áhugavert að kynnast verðtíðarstarfseminni hjá okkur.“
Nánari upplýsingar: Lilja Arngrímsdóttir í síma 488 8000, tölvupóstfang lilja[at]vsv[dot]is




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.