Áfanga í makrílfrystingu fagnað í morgunkaffiveislu

Starfsmenn í fiskvinnslu gengu að sérlega litríku og girnilegu hlaðborði í kaffisal Vinnslustöðvarnar í morgun. Hæstráðandi á vettvangi, Særún Eydís Ásgeirsdóttir, tók upp á því að gera „heimafólkinu“ sínu dagamun í tilefni þess að fyrirtækið náði þeim áfanga að frysta tíu þúsundasta tonnið af makríl á vertíðinni.

Dúkuð eru borð og hlaðin sætindum af mun minna tilefni.

Menn ráku eðlilega upp stór augu þegar þeir gengu í salinn og veltu fyrir sér hvor Eydís kaffikona ætti stórafmæli eða hvað yfirleitt væri að gerast?

Afmæli var það ekki, heillin, heldur var tilstandið og sætabrauðið makrílnum að þakka. Hverjum hefði svo sem dottið það í hug?

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.