Fréttir bárust í gær af skemmdarverkum á húsnæði við Túngötu. Skemmdarvargurinn reyndist vera iðnaðarmaður á vegum fyrri eiganda hússins. Iðnaðarmaðurinn hafði haft samráð við fyrri eiganda hússins sem var staddur í veiðiferð og í takmörkuðu símasambandi. “Þetta var vissulega eitt af því sem kom til greina en hvorki fyrri eigandi eða iðnaðarmaður hafði haft samband okkur það eru komnir átta mánuðir síðan við keyptum eignina. Þetta er farsæll endir á óvenjulegu máli,” sagði núverandi eigandi hússins.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst