Árna Johnsen minnst á Goslokahátíðinni
7. júlí, 2024

Minningartónleikar um Árna Johnsen, söngvaskáld, blaðamann og fyrrverandi alþingismann, voru haldnir á Vigtartorgi á laugardagskvöldi goslokahátíðar, 6. júlí. Hópur valinkunnra tónlistarmanna minntist þar Árna í tali og söng. Flutt voru lög sem gjarnan voru á efnisskrá Árna þegar hann skemmti á mannamótum eða stýrði brekkusöng á Þjóðhátíð.

Veðrið var eins og það verður fallegast á sumarkvöldi í Vestmannaeyjum. Ágætlega var mætt þegar tónleikarnir hófust og bættist stöðugt í hópinn eftir því sem á tónleikana leið og var góð mæting.

Aðal flytjendur voru Þórarinn Ólason dægurlagasöngvari, Unnur Ólafsdóttir söngkona, Sigurmundur Gísli Einarsson, gítar og söngur, Gísli Helgason, söngur, munnharpa og blokkflautur, Jarl Sigurgeirsson, gítar og söngur, Sæþór Vidó, gítar og söngur, Magnús R. Einarsson, gítar, Grímur Gíslason, slagverk, Páll Viðar Kristinsson, harmónikka og Kristinn Jónsson, bassagítar.

Segja má að takturinn hafi verið gefinn í fyrsta laginu, Við brimsorfna kletta. Tónleikagestir tóku vel undir og vögguðu sér í takt við Vestmannaeyjavalsinn. Svo fylgdu lög eins og Úti í Ystakletti, Sæsavalsinn, Bjartar vonir vakna, Blítt og létt, Kátir voru karlar, Hreðavatnsvalsinn, Dísa í dalakofanum og Eyjan mín í bláum sæ eftir Árna Johnsen svo nokkur lög séu nefnd.

Sigurmundur skemmti tónleikagestum með mörgum sögum af Árna og rifjaði upp kynni sín af honum. Einnig rifjaði Gísli Helgason upp eftirminnilega tónleika með Árna og Stefáni Stórval Jónssyni frá Möðrudal á Hvítabandinu, sem þá var deild frá geðdeild Borgarspítalans. Yfirhjúkrunarfræðingur Hvítabandsins sá ástæðu til að hafa samband við Gísla til að afþakka frekari söngskemmtanir þeirra félaga á  deildinni. Einn sjúklinganna hafði fengið svo óstöðvandi hláturskast á skemmtuninni að það þurfti að sprauta hann niður! Gísli sagði einnig frá tilurð lags síns, Kvöldsigling, sem var flutt á tónleikunum.

Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri tónlistarskólans og stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja, minntist þess hvílík hamhleypa Árni heitinn var og hve miklu hann kom í verk um ævina. Hann nefndi m.a. Sólarsvítuna, sem er samsett úr 18 lögum eftir Árna, og var hljóðrituð af sinfóníuhljómsveit Úkraínu. Einnig var hljóðrituð önnur útgáfa með grískum bazúkíleik. Þá var verkið útsett fyrir lúðrasveit og kór og æft og flutt í Vestmannaeyjum. Jarli nefndi hvað laglínurnar voru glaðlegar og verkið allt mikill gleðigjafi. Þá rifjaði hann upp að Árni Johnsen var upphafsmaður brekkusöngsins á Þjóðhátíð Vestmannaeyja.

Sérstakur gestur á tónleikunum var Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri og bæjarstjóri og frændi Árna heitins Johnsen. Hann samdi lagið og textann Heimaey um hvað margir myndu snúa aftur til Heimaeyjar eftir gosið. Lagið flutti hann ásamt Ómari Sigurbergssyni í hljómsveitinni Brynjólfsbúð. Það var hljóðritað og gefið út á hljómplötu Eyjaliðsins árð 1973. Árni söng lagið og honum til aðstoðar voru söngkonurnar Védís Hervör og Sigga Ósk. Góður rómur var gerður að flutningi þeirra.

Þegar síðasta lagið á dagskránni hafði verið sungið vildu áheyrendur heyra meira og voru flutt aukalög. Síðast var Þykkvabæjarrokk, texti Árna Johnsen við lag Leadbelly, og tóku viðstaddir mjög vel undir í bragnum um kartöflugarðana heima.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst