Það eina sem kom til greina
24. júlí, 2024
Óli í brúnni á Heimaey VE. Ljósmynd: Óskar Pétur

Ólafur Ágúst Einarsson skipstjóri á Heimaey VE 1 hefur verið til sjós frá unga aldri og í raun aldrei annan starfa haft en sjómennsku síðan hann lauk almennri skólaskyldu fyrir 47 árum síðan. Það er ekki á honum að heyra að hann sé farinn að leggja drög að starfslokum. Það er því ærin ástæða að setjast niður með Óla eins og hann er alla jafna kallaður og fara yfir þennan feril.  

Fallegasta svæðið á eyjunni
Fyrstu árin hjá Óla voru nokkuð hefðbundin að eigin sögn. „Ég ólst upp á Suðurvegi 25, rústirnar af því húsi má sjá á pallinum norðanmegin við Eldheima. Leikvöllurinn var náttúrulega bara þetta svæði þarna í kring frá Helgafelli, niður í fjöru, austur að Kirkjubæjum og svo bryggjurnar auðvitað. Þetta var fallegasta svæðið á eyjunni, ég fer ekkert ofan af því og mikill missir af þessum slóðum.“ Hann segir leikina eða regluverkið ekki hafa verið mjög flókið. „Þetta var náttúrulega bara hefðbundið. Það var mikið verið í fótbolta og allt sem að til féll. Það var mikið af húsgrunnum og framkvæmdum á þessu svæði sem gátu verið skemmtileg leiksvæði. Það var bara verið að þvælast upp um allt og út um allt.”    

Ungur að elta pabba
Hann segir bryggjurnar snemma haft aðdráttarafl. „Þetta var allt spennandi fyrir okkur peyjana og svo ólst maður upp í þessu. Ég fór að elta pabba um allt nánast um leið og ég stóð í lappirnar og gera það sem hægt var. Maður var farinn að skera af netum um leið og maður gat valdið hníf og þvælast með á sjó 8 eða 9 ára drullu sjóveikur allan tímann. Sérstaklega minnistæð er ferð á Ófeigi II til Færeyja þegar ég var 10 ára, það var mikið ævintýri.“ Faðir Ólafs er Einar Ólafsson frá Heiðarbæ, vélstjóri, skipstjóri og útgerðarmaður en Einar ásamt Ágústi Guðmundssyni gerði út Kap VE 4 um árabil auk þess að vera vélstjóri og skipstjóri á Ófeigi II VE og fleiri bátum. Óli segist ekkert sérstaklega muna eftir því að hafa tekið ákvörðun um að verða sjómaður eða því hafi verið ýtt að honum. „Þetta var bara það eina sem kom til greina.“  

Skemmtilegur skóli
Óli réð sig á sjó 16 ára gamall og hefur starfað við sjómennsku óslitið ef frá eru taldir veturnir í Stýrimannaskólanum en Óli settist á skólabekk 1978. „Þetta var skemmtilegur tími, þarna var stór og góður hópur af eintómum snillingum. Þar fóru fremstir í flokki eyjapeyja: Biggi á Vestmannaey, Guðmundur Huginn, Grétar Sævalds, Elli Geir, Bergur Kristins, Gummi Dolla, Helgi Gunnars, Siggi Evu, Jón Valgeirs og svo voru flottir aðkomustrákar líka. Þessi hópur hefur haldið sambandi og þó að samkomurnar séu ekki margar er mikið fjör þegar þessi hópur kemur saman,“ sagði Óli og hló. 

 

Fyrstu nemendur Stýrimannaskólans sem þreyttu próf í froskköfun árið 1980.

 

Prufaðu bara Sparisjóðinn
„Þegar ég kem út úr skólanum þá fer ég að róa á Heimaey sem þá var. Menn voru eins og gengur og gerist auralitlir að koma úr námi og skatturinn greiddur eftir á. Ég man að ég átti lítið úr að moða og fór til Sigga heitins Einars til að reyna að fá fyrirfram greitt. Hann sá aumur á mér og skrifaði ávísun fyrir mig. Ég fór borubrattur með hana í bankann og sá fyrir mér lausn alla minna mála. Ég var sleginn harkalega niður á jörðina þegar ávísuninni var hafnað. Ég fór heldur lúpulegur til Sigga og sagði honum fréttirnar. Hann var alveg rólegur yfir þessu og svaraði um hæl, „Nú var það vinur, prufaðu bara Sparisjóðinn.“ Óli hafði miklar mætur á Sigurði. „Hann var einn mesti snillingur sem samfélagið hér í Eyjum hefur átt og mikill missir af þessum góða manni. Þetta lýsir ágætlega stöðunni á þessum tíma, það var ekki meira til og eilíf vandamál, gengisfelling eftir gengisfellingu, sameiningar og hagræðingin mikil. Þetta var erfiður rekstur hjá þessum fyrirtækjum. Þeir sem vilja mylja niður sjávarútveginn og bakka aftur þessa tíma fyrir kvótakerfi og nauðsynlega hagræðingu vita ekkert um hvað þeir eru að tala.“  

Skipstjóri 26 ára
Fljótlega fer Óli að róa með pabba sínum á Kap. „Þar kem ég um borð fyrst sem háseti og svo stýrimaður og fer að leysa kallinn af túr og túr. Síðan gerist það að þeir selja Vinnslustöðinni bátinn 1987. Þá er ég svo heppinn að þrátt fyrir ungan aldur þá réðu þeir Halli Gísla og Bjarni heitinn Sighvatsson mig sem skipstjóra á bátinn. Þar byrjar minn skipstjóraferill af alvöru 26 ára gamall. Ég er þakklátur þeim félögum að hafa treyst mér fyrir þessu. Ég var í 10 góð ár hjá Vinnslustöðinni með einhverjum tilfallandi róðrum hér og þar þegar þannig áraði.“  

Gekk vel hjá Granda
Það varð örlagavaldur í lífi Óla þegar Vinnslustöðin keypti Jón Finnsson sem var skýrður Kap. „Við förum yfir á bátinn en eitthvað var reksturinn þungur á þessu og ári seinna er skipið selt til Granda. Þá koma þeir til Eyja Árni Vilhjálmsson og Gunnlaugur Sævar með fríðu föruneyti til að skoða bátinn. Ég fer með þá einhvern rúnt út fyrir og sýni þeim bátinn. Úr verður að þeir bjóða mér að halda áfram með bátinn, sem fékk nafnið Faxi, fyrir Granda og taka hluta áhafnarinnar með sem og ég geri. Við vorum sex eða sjö sem förum yfir. Það var bara mjög fínt að róa fyrir þá, þarna var á ferðinni framsækið, öflugt fyrirtæki. Þar á bæ sáu menn strax kolmunnaævintýrið framundan. Það var farið fljótlega með skipið til Póllands í stórar breytingar. Þarna var róið grimmt því menn voru að vinna sér inn veiðireynslu. Það var bara rétt jólafrí sem var stoppað. Þetta var mikil keyrsla og landað í verksmiðjurnar þeirra bæði í Þorlákshöfn og Reykjavík. Eftir að HB sameinaðist Granda þá var líka verið að landa uppi á Skaga. Það gekk alveg rosalega vel eftir þessar breytingar sem voru vel heppnaðar. Þessi bátur er aftur kominn til Eyja og heitir Sighvatur Bjarnason í dag.“    

 

Mesta aflaverðmœti á árinu 1982 var hjá Kap II. Áhöfn skipsins ásamt eiginkonu skipstjóra, talið frá vinstri fremsta röð: Ólafur Ágúst Einarsson II. stýrimaður, Gísli Einarsson I. stýrimaður, Viktoría Ágústa Ágústsdóttir kona Einars skipstjóra, Einar Ólafsson skipstjóri. Miðröð: Oddsteinn Pálsson II. vélstjóri, Baldur Aðalsteinsson háseti, Ágúst Guðmundsson I. vélstjóri. Aftasta röð: Karl Birgisson háseti, Óskar Svavarsson og Helgi Steingrímsson.

 

Alger asni ef þú gerir þetta ekki
Það þróaðist síðan þannig að Grandi og Faxamjöl sameinast og þá hættir Gunnlaugur Sævar og verður stjórnarformaður Ísfélagsins. „Milli okkar hafði skapast ágætis vinskapur og við heyrðum oft hvor í öðrum þó að hann væri hættur hjá Granda. Hann fer að segja mér að Ísfélagið sé að fara að kaupa uppsjávarskip sem sé búið að gera út í Afríku og það sé að fara í slipp á Kanaríeyjum. Hann var ekki vanur að tala í kringum hlutina þannig að hann kastar í mig „Kemur þú ekki bara til Eyja og ferð að vinna fyrir Ísfélagið?“ Ég sagði honum að ég væri nú bara í ágætis málum en hann endaði svo samtalið á þessum orðum, „Óli þú ert alger asni ef þú gerir þetta ekki.“ Ég fór að hugsa málið, treysti honum vel og vissi að hann var maður orða sinna og var frekar illa við það að vera asni. Þannig að það verður úr að ég fer þangað út og sæki gömlu Álsey, sem er náttúrulega búið að selja aftur. Eftir að ég er kominn þangað kemst ég fljótlega að því að Ísfélagið hafði skrifað undir kaupsamninga á tveimur uppsjávarskipum í Chile. Það var eitthvað sem hann vissi en vildi ekki kjafta í mig. Þar með hófst þetta hjá Ísfélaginu 2007 eftir 10 góð ár hjá Granda.“ Óli er ánægður með tímann hjá Ísfélaginu. „Það var auðvitað mjög gaman að fara og sækja nýsmíðaða Heimaey 2012. Því miður var hætt við hitt skipið vegna náttúruhamfara. Það er svo búið að vera mikið ævintýri í kringum þennan makríl þó að mér finnist loðnuveiðar í nót alltaf skemmtilegastar.“  

Einstakt samstarf
Aðspurður um eftirminnilega samferðarmenn til sjós segir hann af nægu að taka og líklega efni í aukablað og alltof langt mál að fara að telja það allt upp. „Það er þó ekki hægt að fara yfir minn feril til sjós án þess að minnast á Sigga Óla (Sigurður Ingi Ólafsson). Ég var svo lánsamur að hafa haft hann sem stýrimann og afleysingarskipstjóra með mér í rúman aldarfjórðung, það hlýtur að vera einsdæmi. Hann er frábær stýrimaður og þetta hefur gengið með eindæmum vel hjá okkur.“ 

Þakklátur
Aðspurður um þær breytingar á sjósókn sem hann hafi upplifað segir hann stærð og aðbúnað um borð í skipunum vega þyngst. „Það er ekki hægt að líkja þessum bátum í dag saman við það sem var í boði þegar ég var að byrja. Þetta hefur auðvitað leitt í för með sér gjörbreytta aðstöðu fyrir mannskapinn og meðferð á afla er allt önnur. Ný tækni eins og blýja- og korkaleggjarar, breyta þessari vinnu allri á nótinni svo eitthvað sé nefnt. Það stendur auðvitað upp úr að á öllum þessum árum að það hefur gengið vel að fiska og að hafa komist hjá því að lenda í alvarlegum áföllum hvorki á mannskapnum eða búnaði, það er auðvitað eitthvað sem maður getur verið þakklátur fyrir,“ sagði Óli að lokum.  

 

Óli og Siggi á upphafsárum í sínu samstarfi. Ljósmynd: Sigurgeir

 

Gott að róa með Óla 

Siggi tók í svipaðan streng og Óli þegar blaðamaður leitaði til hans. Hann segir samstarf þeirra hafa verið frábært frá því leiðir þeirra lágu fyrst saman á Öðlingi VE. „Þar vorum við meðal annars á humri og vorum fyrsti eyjabáturinn til þess að vinna með tvö troll með ágætis árangri, þar vorum við að róa saman í einhvern tíma. Við rerum svo saman óslitið frá 1997 þegar Vinnslustöðin keypti Jón Finnsson. Við fylgdum svo með í kaupunum til Granda, þar gekk á ýmsu. Kolmunnaveiðarnar voru mikið ævintýri en við vorum með fyrstu bátum sem voru að prufa það með þessu sniði. Það varð gríðarleg þróun í uppsjávarveiðum á þessum árum og svo tók makríllinn við, það var alltaf nóg að gera. Þegar Óli fékk þetta tilboð frá Ísfélaginu um að taka Álsey þá var ég ekki í nokkrum vafa. Hann vildi fá mig með sér og ég vildi bæði halda þessu samstarfi áfram og svo heillaði að fara að róa frá Eyjum eftir góð ár hjá Granda. Við fórum svo saman að sækja Heimaey 2012 og rerum þar saman þar til ég fór í land í nóvember 2022, þá vorum við búnir að vinna saman í 25 ár samfleytt.“ Siggi segir það enga tilviljun að þetta samstarf þeirra hafa gengið svona vel. „Það var gott að róa með Óla hann hafði alltaf lag á að hafa góða og samstillta áhöfn sem er auðvitað lykill að góðum árangri til sjós. Óli er góður skipstjóri og hefur lengi verið einn færasti nótaveiðimaður landsins. Það hefur auðvitað gengið á ýmsu, bilanir, veiðafæratjón og misgóð veiði eins og gengur og gerist en ég man aldrei eftir því að upp hafi komið hnökrar á okkar samstarfi. Þetta var alla tíð svo sjálfsagt, maður pældi ekkert í því, þetta rúllaði alltaf vel.“  

 

Þessi grein er úr 10. tbl. Eyjafrétta.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst