„Nú hafa 2106 pysjur verið skráðar í pysjueftirlitið. Þar af hafa 745 þeirra verið vigtaðar og er meðalþyngd þeirra 310 grömm. Það er mjög góð meðalþyngd, þó að hún hafi farið aðeins niður á við síðustu daga. Endilega skráið pysjurnar sem þið finnið inn á lundi.is. Það tekur örskamma stund og einfaldast að gera það í símanum jafnóðum og þær finnast eða þegar þær eru vigtaðar,“ sagði á FB-siðu Pysjueftirlitsins í gær.
Óskar Pétur hefur myndað krakka við björgunar- og vísindastörf og hér má sjá sýnishorn af myndum hans.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst