Í næstu viku, dagna 26.-30. ágúst verður keyrt út tvískiptum sorpílátum við flest heimili og verður brúna tunnan fjarlægð í staðinn. Settar verða viðeigandi merkingar á sorpílát til að gefa til kynna hvaða sorpflokkur fer í hvert sorpílát.
Ef festingar eru á brúnu sorpílátunum þá biðjum við bæjarbúa að vera búin að fjarlægja það af áður en útskiptin eiga sér stað. Ef íbúum gefst ekki tími til að fjarlægja festingar fyrir útskiptin þá geta þeir nálgast þær á sorpusvæðinu, segir í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst