„Svar hefur borist frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna kæru bæjarins um tafir á afgreiðslu Orkustofnunar á beiðni um gögn. Málinu telst lokið af hálfu nefndarinnar þar sem Orkustofnun svaraði erindi bæjarins 15. júlí sl. án þess þó að afhenda umbeðin gögn,“ segir í fundargerð bæjarráðs í gær. Snýst málið um hækkanir HS veitna á gjaldskrá til húshitunar í Vestmannaeyjum.
Segir að ráðuneytið hafi heldur ekki afhent umbeðin gögn en þó sent svarbréf með skýringum. Bærinn ítrekaði við ráðuneytið að fá gögin sem lágu til grundvallar ákvarðana um hækkun á heitu vatni en þeirri beiðni hefur ekki verið svarað. Bæjarráð hefur enn ekki fengið upplýsingar og forsendur er varða hækkanir HS veitna á gjaldskrá til húshitunar og getur því ekki sinnt sínu aðhaldshlutverki fyrir bæjarbúa. Bæjarráð fól framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ítreka beiðni um gögn við ráðuneytið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst