Ný stjórn í Stafkirkjunni

Ný stjórn hefur tekið til starfa í Stafkirkjunni á Heimaey, en það eru mennta- og menningarmálaráðherra, Vestmannaeyjabær og Biskup Íslands sem tilnefna í stjórnina til fjögurra ára í senn. Kári Bjarnason hefur verið tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðherra og tekur við af Hörpu Gísladóttur. Sólveig Adolfsdóttir hefur verið tilnefnd af Vestmanneyjabæ og tekur við af Guðjóni Hjörleifssyni. Sr. Guðmundur Örn Jónsson hefur verið tilnefndur af Biskupi Íslands, en hann hefur setið í stjórn Stafkirkjunnar frá 2015. Varamenn í stjórn eru: Lára Skæringsdóttir fyrir Kára Bjarnason, Ragnar Óskarsson fyrir Sólveigu Adolfsdóttur og sr. Viðar Stefánsson fyrir Guðmund Örn Jónsson.

Stafkirkjan á Heimaey er gjöf norsku Þjóðarinnar til íslendinga í tilefni af 1000 ára afmæli kristni í landinu og hafa Vestmannaeyjabær og Þjóðkirkjan umsjón með henni og umráð.

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.