42% minna mældist af makríl
Makríll. Mynd/úr safni

Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að niðurstöður liggi fyrir frá sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sem farinn var á tímabilinu 28. júní til 2. ágúst 2024.

Meginmarkmið þessa árlega leiðangurs var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi en jafnframt að rannsaka vistkerfi og umhverfi sjávar. Leiðangurssvæðið var 2,2 milljón ferkílómetrar sem er tæplega 6% minna en síðasta ár þar sem yfirferð skipa fyrir sunnan og vestan Ísland og í norður Noregshafi var minni en undanfarin ár vegna samdráttar í útbreiðslu makríls.

Vísitala lífmassa makríls var metin 2,51 milljón tonn sem er tæplega 42% lækkun frá árinu 2023 og er minnsti lífmassi sem mælst hefur síðan 2007 (mynd 1). Vísitalan í ár er ríflega 66% lægri en langtímameðaltal gagnaseríunnar (7,4 milljónir tonna). Byggir vísitalan á afla í alls 205 stöðluðum yfirborðstogum á fyrirfram ákveðnum stöðvum.

Image002 (1)
Mynd 1. Vísitala fyrir lífmassa makríls fyrir árin 2007 og árlega frá 2010 til 2024. Vísitalan er bæði reiknuð án óvissu (rauðir fylltir hringir) og með óvissu (svartir fylltir hringir með 90% öryggismörkum, lóðréttar línur). Athugið að vísitala lífmassa árið 2011 er ekki gild mæling þar sem engin mæling var í norðurhluta Noregshaf það ár.

 

Útbreiðsla makríls við Ísland var minni en á síðasta ári (mynd 2). Mesti þéttleikinn var fyrir utan landgrunnsbrúnina fyrir suðaustan landið. Ekkert mældist af makríl fyrir vestan og sunnan landið. Samt sem áður mældist um 19,9% af heildarlífmassa makríls  í íslenskri landhelgi samanborið við 10,3% síðasta ár og er það vegna mikils afla á einni togstöð (10,3 tonn). Líkt og undanfarin ár var meiri hluti stofnsins í Noregshafi og þá sérstaklega suðvestan til.

Vísitala fyrir lífmassa kolmunna út frá bergmálsmælingum var metin tæplega 2 milljón tonn sem er um það bil sama og á síðasta ári. Vísitala fyrir lífmassa síldar út frá bergmálsmælingum var metin tæplega 3.8 milljón tonn sem er ríflega 24% lægra en á síðasta ári.

Mynd 2. Vísitala um magn makríls reiknuð fyrir reiti (2 breiddargráður og 4 lengdargráður) í júlí og ágúst 2024. Enginn makríll mældist í hvítum reitum litakvarðinn frá gulum til rauðs táknar vaxandi þéttleika sem tonn á ferkílómetra. Stærð hringja sýnir magn makríls á togstöðvum sem tonn á ferkílómetra og gráir litlir krossar eru togstöðvar þar sem enginn makríll veiddist.

 

Samkvæmt gervihnattagögnum var meðaltalshitastig í yfirborðslögum sjávar austan, sunnan og vestan við Ísland lægra í júlí en á sama tíma í fyrra og ýmist álíka eða fyrir neðan meðaltal síðustu 20 ára.  Fyrir norðan landið var hitastig hærra í ár en áfram undir 20 ára meðaltali. Í norðurhluta Noregshafs var yfirborðshiti yfir meðaltali síðustu 20 ára en nálægt meðaltalinu í suðurhlutanum.

Vísitala um magn dýrasvifs á hafsvæðinu í júlí við Ísland og í Noregshafi minnkaði lítillega samanborið við síðasta sumar og var álíka og langtímameðaltal leiðangursins síðan 2010.

Niðurstöður leiðangursins fyrir makríl voru kynntar innan stofnmatsvinnunefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) í gær. Þær eru, ásamt öðrum gögnum, notaðar við mat á stofnstærð makríls en ICES mun birta ráðgjöf um aflamark næsta árs fyrir makríl, norsk-íslenska síld og kolmunna þann 30. september, segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.