Ferðaþjónustan vaxandi burðarás í atvinnulífi Vestmannaeyja

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja boðuðu hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, bæjarstjórn Vestmannaeyja og stjórn Herjólfs ohf. á fund í Sagnheimum í gær þar sem skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar var kynnt en skoðað var umfang fjárfestingar í greininni, stöðugildi yfir sumartíma annars vegar og vetrartíma hinsvegar. 

 

Stöðugildum í ferðaþjónustu fækkar yfir 60% yfir vetrartímann

Í skýrslunni kemur fram að í heildina fækkar stöðugildum í gistingu, veitingu, afþreyingu og á söfnum sveitarfélagsins úr 280,5 yfir sumartímann yfir í 111,5 yfir vetrartímann. Hér eru

samgöngur stærsti áhrifaþátturinn en stærri ferðaþjónustuaðilar sem selja t.d. pakkaferðir virðast ekki bera nægilegt traust til samgangna við Vestmannaeyjar til að halda sveitarfélaginu inni sem áfangastað hjá sér yfir vetrartímann. 

 

Vilja vörumerkja Vestmannaeyjar

Með fundinum vilja ferðamálasamtökin kalla eftir frekari samtali við bæjaryfirvöld og Herjólf ohf. um stefnumörkun ferðaþjónustunnar, ferðaþjónustan verði skilgreind sem mikilvægur iðnaður og Vestmannaeyjar verði að alþjóðlega þekktu vörumerki sem öll ferðaþjónustufyrirtæki geta kynnt sameiginlega.

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.