Krónan - Íslenskt grænmeti á bændamarkaði
6. september, 2024
Bændamarkaður Krónunnar í Skeifunni.

Hinn vinsæli Bændamarkaður í verslunum Krónunnar um land allt hefst í dag, föstudaginn 6. september, þegar verslanirnar opna dyr sínar, fullar af fjölbreyttu, fersku og ópökkuðu grænmeti beint frá býli íslenskra garðyrkjubænda hvaðanæva að á landinu. Þetta er í áttunda sinn sem Bændamarkaður Krónunnar er haldinn og er óhætt að segja að vinsældir hans meðal viðskiptavina hafi farið vaxandi ár frá ári. Má í því sambandi nefna að á markaðnum í fyrra seldust yfir 100 tonn af nýuppteknu íslensku grænmeti samanborið við 30 tonn þegar bændamarkaðurinn var fyrst haldinn árið 2012. Búist er enn meira magni í ár sem þó mun fara eftir framboði hverju sinni frá garðyrkjubændum landsins og er því breytilegt hve marga daga markaðnum er haldið úti hverju sinni.

 

„Fyrir utan það hve brakandi ferskt íslenska grænmetið er á þessum árstíðabundna bændamarkaði hjá Krónunni hefur markaðurinn ekki síst notið mikilla vinsælda fyrir þær sakir hve fjölbreyttar tegundir eru í boði og oft nýstárlegt, framandi á litinn og „furðulegt“ í laginu“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.

Vekur forvitni og áhuga unga fólksins

Guðrún segir að eftir því sé tekið hve börn og unglingar hafi gaman af því að skoða úrvalið. „Þarna eru oft alls kyns furðupaprikur, gulrætur í ýmsum litum, litlar agúrkur auk kóralkáls og bláleits blómkáls, svo nokkuð sé nefnt; oft nýjungar sem fást ekki á öðrum tíma ársins. Ég held að þessi skemmtilegi markaður, sem haldinn er í verslunum Krónunnar um land allt í samstarfi við Sölufélag garðyrkjubænda, sé mjög vel til þess fallinn að vekja og auka áhuga fólks, einkum barna og unglinga, á íslenska grænmetinu og hollustu þess fyrir líkama og sál.“

Ættjarðartómatarnir vekja jafnan lukku

Sem dæmi um forvitnilegan ávöxt, sem gjarnan er á Bændamarkaðnum, er hinn svokallaði ættjarðartómatur (Heirloom), sem lítur út eins og tómatar gerðu fyrir daga nútímatómatarins. Ættjarðartómaturinn er þó enn vel þekktur meðal Evrópuþjóða og í Bandaríkjunum þar sem er löng hefð er fyrir tómatrækt, enda hafa þeir ýmsa eftirsóknarverða kosti.  Sölufélag garðyrkjubænda segir t.d. að ættjarðartómatarnir séu þekktir fyrir að vera allskonar að lögun, stærð og í ýmsum litum. Þeir eru mjög safaríkir, bragðgóðir og hollir. Heirloom tómatar smakkast t.d. vel með ítalskri ólífuolíu, íslenskri basilíku og sjávarsalti.

Getur ekki verið ferskara

Allt íslenska grænmetið á Bændamarkaði Krónunnar er tínt eða tekið upp með reglulegu millibili dagana sem markaðurinn stendur. Það berst því nýtt og ópakkað frá bændum landsins til verslana Krónunnar og getur því ekki verið mikið ferskara en það. Guðrún segir þetta eina tíma ársins sem bændur geti selt afurðir án umbúða og að markaðurinn styrki tengingu bænda og neytenda.  Hún segir Bændamarkaðinn ekki síður mikilvægan fyrir almenning. „Bændamarkaðurinn er hornsteinn íslensks landbúnaðar og fyrir okkur er þetta meira en bara viðburður – þetta er uppskeruhátíð sem ýfir upp íslenska matarmenningu og styður við staðbundna framleiðslu.“ Bændamarkaðurinn stendur yfir frá föstudegi til sunnudags næstu helgar í Krónunni.

Frétt frá Krónunni.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst