Boðið verður upp á fjarnám í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík haustið 2020 

Í hádeginu í dag skrifuðu þær Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra og Hafrún Kristjánsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík undir samkomulag þess efnis að frá og með næsta hausti verði í boði fjarnám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. Ráðinn verður sérstakur umsjónarmaður námsins sem búsettur verður í Vestmannaeyjum.

 

Sterk íþróttahefð í Vestmannaeyjum

 

Í Vestmannaeyjum er sterk og mikil íþróttahefð þar sem rekið er mjög öflugt íþróttastarf í mörgum greinum og eiga Eyjamenn fjölmörg sigursæl keppnislið sem hafa landað bikar- og Íslandsmeistaratitlum. Auk þess eru stórmót í íþróttum haldin á ári hverju sem draga að þúsundir gesta og marka þau stóran sess í samfélaginu. Á undanförnum árum hafa einnig verið settar á laggirnar íþróttaakademíur í framhaldsskólanum og var Vestmannaeyjabær fyrsta sveitarfélagið til að setja á stofn íþróttaakademíu á grunnskólastigi. Nýtt háskólanám í íþróttafræðum gefur íþróttasamfélaginu sem Vestmannaeyjar eru möguleika á að vaxa enn frekar.

 

Tækifærum til menntunar á háskólastigi fer fjölgandi

 

Ánægjulegt er að sjá vaxandi möguleika í fjarnámi á háskólastigi en aukin tækifæri í fjartækni hafa gert slíkt mögulegt í auknum mæli og þar með skapað sóknartækifæri í fjölbreyttara námsvali og aukið möguleika ungmenna á að mennta sig í heimabyggð. Slíkt er mikilvægt til að tryggja m.a. fjölbreytta íbúasamsetningu og eflingu samfélagsins.

 

 

Lilja Alfreðsdóttir

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.