Afmælishóf til heiðurs Sigurgeiri í Skuld
Siggi á Hvassó færði afmælisbarninu myndarlegan blómvönd.

Í afmælisdálki Morgunblaðsins í dag er sagt frá Sigurgeiri Jónassyni frá Skuld, ljósmyndara með meiru sem er níræður í dag. Þar segir m.a.:  „Í dag er ég í hinum ýmsu spjallklúbbum eða kallaklúbbum víðs vegar um bæinn. Þar hitti ég reglulega marga góða og trausta vini sem hafa reynst mér afskaplega vel í gegnum tíðina.“ Sigurgeir hefur hlotið Fréttapíramída Eyjafrétta og verið kosinn bæjarlistamaður.

„Alveg fram til áttræðisaldurs vann ég hjá Kára á Bókasafni Vestmannaeyja við skráningu ljósmynda minna fyrir Ljósmyndasafnið. Þetta er mikill fjöldi ljósmynda sem nú er varðveittur á safninu.“ Á nýársdag 2023 hlaut Sigurgeir síðan hina íslensku fálkaorðu fyrir ævistarf sitt í ljósmyndun.

Í tilefni afmælisins bauð Sigurgeir til veislu í flugstöðinni í Vestmannaeyjum í morgun. Er flugstöðin vettvangur mikilla spekinga á hverjum morgni þar sem málin eru krufin til mergjar. Einn af kallaklúbbum Sigurgeirs sem mætti ásamt fjölskyldu.

Þar var Óskar Pétur mættur og tók myndir.

 

Fjölskyldan var mætt, börn og tengdabörn.
Mikið hlegið, Garðar Ara, Sigurgeir og Siggi Gúmm.
Sigurgeir með félögum sínum, körlunum.

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.