Í afmælisdálki Morgunblaðsins í dag er sagt frá Sigurgeiri Jónassyni frá Skuld, ljósmyndara með meiru sem er níræður í dag. Þar segir m.a.: „Í dag er ég í hinum ýmsu spjallklúbbum eða kallaklúbbum víðs vegar um bæinn. Þar hitti ég reglulega marga góða og trausta vini sem hafa reynst mér afskaplega vel í gegnum tíðina.“ Sigurgeir hefur hlotið Fréttapíramída Eyjafrétta og verið kosinn bæjarlistamaður.
„Alveg fram til áttræðisaldurs vann ég hjá Kára á Bókasafni Vestmannaeyja við skráningu ljósmynda minna fyrir Ljósmyndasafnið. Þetta er mikill fjöldi ljósmynda sem nú er varðveittur á safninu.“ Á nýársdag 2023 hlaut Sigurgeir síðan hina íslensku fálkaorðu fyrir ævistarf sitt í ljósmyndun.
Í tilefni afmælisins bauð Sigurgeir til veislu í flugstöðinni í Vestmannaeyjum í morgun. Er flugstöðin vettvangur mikilla spekinga á hverjum morgni þar sem málin eru krufin til mergjar. Einn af kallaklúbbum Sigurgeirs sem mætti ásamt fjölskyldu.
Þar var Óskar Pétur mættur og tók myndir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst