Bifreiðaverkstæði Nethamars hefur opnað á ný. Verkstæðið er til húsa á Flötum, nánar tiltekið númer 21. Þar er einnig rekið vélaverkstæði. Á nýja Nethamri verður boðið upp á Toyota þjónustu ásamt allri almennri viðgerðarþjónustu á öllum helstu bíltegundum.
Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurðsson er fluttur aftur heim – reynslunni ríkari – eftir að hafa búið á höfuðborgarsvæðinu. Hann lærði bifvélavirkjun og hefur starfað sem slíkur í tæpa þrjá áratugi. Hann mun annast allan daglegan rekstur hjá Nethamri.
Ásgeir vill koma á framfæri við bæjarbúa að hægt er að hafa samband við hann á Nethamri ef það eru einhverjar spurningar, til að panta tíma eða bara í annað spjall.
,,Það næst í mig í síma 4811216 eða gegnum fésbókina (Nethamar ehf Vestmannaeyjum) og svo er hægt að senda tölvupóst á asgeir@nethamar.is nú eða bara kíkja í heimsókn að Flötum 21, allir hjartanlega velkomnir gamlir viðskiptavinir sem og nýir.” segir hann. Nánar verður rætt við Ásgeir í næsta blaði Eyjafrétta.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.