Nú er að færast hiti í kosningaslaginn og eru bæði Sjálfstæðismenn og Samfylkingin með fundi í Vestmannaeyjum í dag. Samfylkingin í Suðurkjördæmi ásamt Kristrúnu Frostadóttur, formanni bjóða Eyjamönnum til opins fundar í Eldheimum í dag milli kl. 17.00-19.00.
Í tilkynningu segir að farið verði yfir hin þrjú áherslumál Samfylkingarinnar fyrir komandi alþingiskosningar: Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum, kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum og örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum.
Þau svara spurningum um þessi og önnur mál og hvetja fólk til að mæta, jafnt ákveðna sem óákveðna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst