Tap gegn Stjörnunni
7. desember, 2024
Eyja 3L2A7572
Sigtryggur Daði Rúnarsson var markahæstur Eyjamanna. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

ÍBV og Stjarnan mættust í Olísdeild karla í gærkvöldi. Leikið var í Garðabæ. Fyrri hálfleik­ur var nokkuð jafn en Stjarn­an leiddi í leikhléi, 16-14. Heimamenn hófu seinni hálfleikinn betur og komust í  22-16 eftir tíu mínútur. ÍBV náði ekki að vinna þetta forskot upp og enduðu leikar 33-26.

Með sigr­in­um fóru Stjörnumenn upp fyrir ÍBV í töflunni. Liðin með jafn mörg stig um miðja deild en Stjarn­an með betri ár­ang­ur inn­byrðis á leiktíðinni. Flest mörkin í Eyjaliðinu gerðu þeir Sig­trygg­ur Daði Rún­ars­son 7, Daniel Esteves Vieira 5 og þeir Andri Erl­ings­son, Kári Kristján Kristjáns­son, Gauti Gunn­ars­son gerðu 3 mörk hver. Næsti leikur ÍBV er á heimavelli gegn FH nk. laugardag.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.