ÍBV og Stjarnan mættust í Olísdeild karla í gærkvöldi. Leikið var í Garðabæ. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en Stjarnan leiddi í leikhléi, 16-14. Heimamenn hófu seinni hálfleikinn betur og komust í 22-16 eftir tíu mínútur. ÍBV náði ekki að vinna þetta forskot upp og enduðu leikar 33-26.
Með sigrinum fóru Stjörnumenn upp fyrir ÍBV í töflunni. Liðin með jafn mörg stig um miðja deild en Stjarnan með betri árangur innbyrðis á leiktíðinni. Flest mörkin í Eyjaliðinu gerðu þeir Sigtryggur Daði Rúnarsson 7, Daniel Esteves Vieira 5 og þeir Andri Erlingsson, Kári Kristján Kristjánsson, Gauti Gunnarsson gerðu 3 mörk hver. Næsti leikur ÍBV er á heimavelli gegn FH nk. laugardag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst