Sorpkostnaður muni hækka mikið
2. apríl, 2025
Sorpa Ruslagamur Tms 20250227 142322
Athafnasvæði Terra í Eyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Vestmannaeyjabær samdi í október í fyrra við Terra um sorphirðu og sorpförgun í Vestmannaeyjum. Kostnaðaráætlun bæjarins nam tæpum 263 milljónum og tvö gild tilboð bárust en þriðja tilboðið, tilboð Kubbs var metið ógilt. 

Með nýju samningunum er verið að uppfylla reglur sem kveða á um að íbúar þurfi að bera beinan kostnað af sorpförgun á því sem þeir sjálfir farga. Fengu margir bæjarbúar „hland fyrir hjartað“ þegar verðskráin var kynnt fyrir nokkru enda hefur sorpförgunin verið gjaldfrjáls hingað til og greidd með útsvari bæjarbúa. Enda er sorp bæði erfitt til mælinga bæði varðandi þyngd og rúmmál og meginhluti þess sem iðulega er hent er loft. 

Tæpar 200 milljónir beint frá íbúum 

Eyjafréttir hafa aflað upplýsinga um sorpkostnað síðustu ár frá bænum. Þannig var magn frá íbúum árið 2023, í rúmmetrum talið, frá losuðum gámum á gámasvæðinu upp á hrauni alls rúmir 15 þúsund rúmmetrar, þar af var magn þess sem nú er gjaldskylt rúmlega 12 þúsund rúmmetrar. Að teknu tilliti til þeirrar gjaldskrár sem kynnt var nýlega yrði kostnaður af förgun þessa magns um 188 milljónir. 

Tafla 1

Gæti sorpkostnaður hækkað um 50%? 

Það reyndist blaðamanni Eyjafrétta dálítið snúið að átta sig á hvernig kostnaður við sorpförgun myndi breytast með nýjum samningi. Samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélaginu hefur kostnaður numið á bilinu 206-258 milljónum á síðustu þremur árum og er þá sorphirða í þéttbýli, fastur kostnaður sorpstöðvar og sorpmóttaka tekin með í þann útreikning en allur sorpkostnaður sem fyrirtæki greiða er ekki hluti af því. 

Samkvæmt nýja samningnum mun kostnaður vegna sorphirðu hækka um 10% en á móti kemur lækkar fastur kostnaður sem sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustuna. Sveitarfélagið gerir ráð fyrir að kostnaður vegna sorpmóttökustöðvar muni nema um 94 milljónum á þessu ári og má gera ráð fyrir því að það sé fyrst og fremst vegna grenndargáma, sorps frá stofnunum bæjarins og kostnaðar sveitarfélagsins af sorplosun fyrstu tvo mánuði ársins á meðan hún var gjaldfrjáls til íbúa.

Ef bætt er við fyrrnefndum útreikningi á kostnaði við sorplosun sem íbúar greiða beint má búast við að kostnaður við sorplosun íbúa, í gegnum sveitarfélagið og beint, muni því hækka um 40-50%. 

Tafla 2

Ofangreind tafla byggir á fjárhagstölum frá sveitarfélaginu og nálgun Eyjafrétta á hugsanlegum kostnaði sem íbúar myndu greiða beint til Terra á þessu ári (um 80% af ofangreindum 188 milljónum). Lesendur ættu auðvitað að taka slíkum útreikningi með eðlilegum fyrirvörum. 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst