Frá opnun árið 2012 hefur BAUHAUS á Íslandi verið í stöðugum vexti á byggingarvörumarkaðinum hérlendis. Fyrstu árin fóru í það að festa sig í sessi á höfuðborgarsvæðinu, en árið 2022 opnuðust nýir möguleikar fyrir viðskiptavini um land allt með komu vefverslunar BAUHAUS.
Vefverslun BAUHAUS gerir Eyjamönnum og öðrum landsmönnum kleift að versla úr því mikla vöruúrvali sem finna má í vöruhúsi BAUHAUS, um 120.000 vörur, óháð búsetu. Hingað til hefur úrval verið takmarkað á landsbyggðinni og margir fundið sig knúna til að leita til Reykjavíkur í verslunarleiðangur. Með vefverslun opnast hins vegar nýjar dyr, landsmenn geta leitað af nákvæmlega þeirri vöru sem þeim vantar og gert verðsamanburð við verslanir í þeirra nærumhverfi.
Með því að nýta sér vefverslunina geta Eyjamenn auðveldlega pantað byggingarvörur, verkfæri, baðinnréttingar, garðhúsgögn og margt fleira, beint heim að dyrum. Þetta gefur íbúum Vestmannaeyja aukinn aðgang að gæðaefnum og búnaði fyrir framkvæmdir og viðhald heimilisins, án þess að þurfa að ferðast til Reykjavíkur.
Stöðug vinna á sér stað í vefverslun BAUHAUS til að gera vefinn eins þægilegan og hægt er fyrir viðskiptavini, en hjá BAUHAUS á Íslandi eru fjórir starfsmenn í vefverslunarteymi. Til að byrja með var aðeins einn starfsmaður í tiltekt pantana, en nú í ársbyrjun bættust við tveir til viðbótar í pökkunarteymið. Með stærra pökkunarteymi er BAUHAUS því betur í stakk búið til að mæta auknum fjölda pantana og óskum um hraðari sendingu.
Með þessum nýju möguleikum vill BAUHAUS tryggja að viðskiptavinir á landsbyggðinni hafi tækifæri á að versla úr sama vöruúrvali og viðskiptavinir á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið leggur áherslu á skilvirkar og öruggar sendingar, þannig að viðskiptavinir í Vestmannaeyjum geti treyst á að fá vörurnar sínar tímanlega og í góðu ástandi.
Með 120.000 vörum á lager býður BAUHAUS upp á eitt mesta vöruúrval landsins í byggingarvörum, heimilis- og garðvörum. Eyjamenn eru eindregið hvattir til að kynna sér úrvalið á vefsíðu BAUHAUS og nýta sér hina fjölbreyttu möguleika sem netverslunin býður upp á.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst