Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins
Utkall 1000010779
Slökkviliðið að störfum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út á áttunda tímanum í kvöld að íbúðarhúsi á Brekastíg. Að sögn Friðriks Páls Arnfinnssonar, slökkviliðsstjóra var eldurinn staðbundinn í eldhúsi, en mikill reykur í húsinu þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang.

„Það gekk hratt og vel að ráða niðurlögum eldsins og við tók að reykræsta húsið,” segir Friðrik Páll. Aðspurður um hvort einhver hafi verið í húsinu segir hann að svo hafi ekki verið. „Það voru nágrannar eða vegfarendur sem sáu svartann reyk og hringdu í Neyðarlínuna.”

Eldsupptök liggja ekki fyrir þegar þessi frétt er skrifuð. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum var töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila vegna útkallsins.

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.