Aðalfundur Ísfélagsins var haldinn í þann 23. apríl síðastliðinn. Þar fór Einar Sigurðsson, stjórnarformaður félagsins yfir liðið ár, auk þess að horfa til framtíðar. Einar gerði orð Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, að sínum en hún skrifaði skýrslu um sjávarútveg árið 2011 sem á enn þá við í dag að hans mati. “Hins vegar er ljóst að framlegð sjávarútvegs (EBITDA) segir ekki allt um stöðu atvinnugreinarinnar, eða einstakra fyrirtækja, þar sem ekki hefur verið tekið tillit til afskrifta né afborgana af skuldum eða fjárfestinga í greininni.” Þá sagði Einar að það skipti miklu máli að fjárfesta ef tryggja á samkeppnisstöðu atvinnugreina og þjóðfélaga.
60,2% af hagnaði í fjárfestingar á 10 árum
„Ég tók saman tölur fyrir Ísfélagið frá árinu 2015, þ.e. sameinað félag Ramma og Ísfélagsins frá þessum tíma. Sameinað félag fjárfesti rétt undir 25 milljörðum í öðru en veiðiheimildum, þ.e. skipum, vélum og tækjum en greiddi rúma 14,3 milljarða í arð. Þannig greiddi félagið 34,5% af hagnaði í arð en 60,2% af hagnaði í fjárfestingar á þessum 10 árum. Það er því rétt sem forsætisráðherra sagði á sínum tíma, mikil hluti af framlegð fyrirtækjanna fer í fjárfestingar. Þessar fjárfestingar eru undirstaða góðrar afkomu og að bæði félagið og við sem þjóð, gerum sem best til að standa okkur í alþjóðlegri samkeppni. Ef horft er á arðgreiðslur félagsins á þessu tímabili nema þær 14,3 milljörðum. Þegar einstaka stjórnmálamenn tala um miklar fjárfestingar í öðrum atvinnugreinum er rétt að setja þessa tölu í samhengi. Ef allir hlutahafar sameinaðs félags Ísfélagsins og Ramma hefðu allir fjárfest eins á þessu tímabili fyrir þá fjármuni sem þeir fengu í arð úr félaginu, hefðu þeir getað keypt annað hvort tæp 12% í verslunarfyrirtækinu Högum eða 6,6% í Arion banka, öflugasta banka landsins. Þá er ekki tekið tillit til þess að hluti af þessum greiðslum fór í skattgreiðslur. Benti Einar á að þessi hlutur myndi ekki duga til þess að hluthafar ættu möguleika á stjórnarmanni. Það hlýtur að leiða af miklum skattahækkunum að fyrirtæki í sjávarútvegi leitist við að nýta þessar fjárfestingar betur, það verður eðlilega ekki alltaf sársaukalaust. Ég spái því t.d. að það verði ekki tvær fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og þrjár í Fjarðarbyggð eftir 5 ár
Um 10 milljarðar á núverandi verðlagi
Því næst fór Einar yfir fjárfestingar í heimabyggð, þ.e.a.s. í Vestmannaeyjum. „Þar sem við erum stödd hér í Vestmannaeyjum ákvað ég að skoða þetta fyrir þau f imm fyrirtæki í hér sem Ísfélagið átti í mestum viðskiptum við á þessu tímabili.“
„Bara þessir eru fimm stærstu birgjar félagsins hér í Eyjum á 10 ára tímabili eru með 7,6 milljarða viðskipti eða u.þ.b. 10 milljarða á núverandi verðlagi. Munar um minna fyrir samfélag sem telur 4500 manns. Þessi fyrirtæki eru mikilvæg fyrir okkur og Ísfélagið mikilvægt fyrir þau.“ Einar áréttaði mikilvægi öflugra þjónustufyrirtækja fyrir Ísfélagið en líka mikilvægi þess að Ísfélagið gengi vel og væri að fjárfesta fyrir sömu fyrirtæki.
365 stöðugildi hjá félaginu
„Ísfélagið er stórt og öflugt félag á íslenskan mælikvarða, þó við séum það ekki í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að sjávarútvegi. Við höfum ávallt notað stóran hluta af okkar afkomu í að halda áfram að byggja upp og efla okkar félag. Við erum vel í stakk búnir til þess að halda því áfram og munum gera það. Þær miklu hækkanir á gjöldum kann að hafa áhrif á það eðlilega og því miður. Hins vegar eru markmið okkar ljós að halda áfram að byggja upp öflugt félag. Það lýsti trausti á félaginu að Ísfélagið gekk frá langtímafjármögnun í fyrra við nokkra íslenska og erlenda banka. Sú fjármögnun, miklar fjárfestingar undanfarinna ára og öflugt starfsfólk, gerir félaginu kleift að stækka og eflast enn frekar,“ sagði Einar Sigurðsson og bætti við að á síðasta voru 365 stöðugildi hjá félaginu og þakkaði hann þeim fyrir samstarfið á síðasta starfsári
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst