Málið reynst þungbær reynsla fyrir marga
21. maí, 2025
vsv_2016-6.jpg
Vinnslustöðin. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Í dag var greint frá niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) vegna óhapps sem varð í innsiglingunni til Vestmannaeyja þann 17. nóvember 2023 þegar akkeri Hugins VE-55 festist í Vestmannaeyjahöfn og olli skemmdum á neysluvatnslögn og ljósleiðara sem liggja þvert yfir innsiglinguna. Í tilkynningu á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar, móðurfélags Hugins ehf. er niðustaða nefndarinnar rakin og farið yfir málið frá sjónarhóli fyrirtækisins.

Sjá einnig: Telja frágang akkerisbúnaðar hafi verið ábótavant – Eyjafréttir

Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan.

Tilkynning vegna skýrslu RNSA

Í dag kom út skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) vegna óhapps sem varð í innsiglingunni til Vestmannaeyja þann 17. nóvember 2023 þegar akkeri Hugins VE-55 festist í Vestmannaeyjahöfn og olli skemmdum á neysluvatnslögn og ljósleiðara sem liggja þvert yfir innsiglinguna.

Í niðurstöðukafla skýrslunnar kemur fram að:

  1. Ekki hafi verið gengið nægilega vel frá akkerisbúnaði skipsins.
  2. Skipstjóri hafi ekki haft réttar forsendur til að meta staðsetningu akkerisins.
  3. Samskipti milli skipstjórnarmanna og útgerðar hafi verið ábótavant.
  4. Staðsetning mikilvægra innviða í innsiglingu til hafnar sé óheppileg.

Um niðurstöðu nefndarinnar er rétt að taka fram að frá frumrannsókn útgerðar Hugins á atvikinu hefur legið ljóst fyrir að áhöfn skipsins hafi ekki gengið nægilega vel frá akkerisbúnaði skipsins og að það hafi orðið til þess að akkerið féll út. Þá liggur einnig fyrir, og kemur það fram í skýrslunni, að vinnustaðamenningu um borð hafi verið ábótavant. Stjórnendur Hugins ehf. taka það alvarlega og hafa bæði fyrir og eftir atvikið unnið að umbótum í þessum efnum og sú vinna stendur enn yfir.

Að því er varðar samskipti milli stjórnenda Hugins ehf. og skipstjórnarmanna, þá er það ekki mat stjórnenda að um hafi verið að ræða stirð samskipti. Þvert á móti voru þau í fullu samræmi við það sem almennt tíðkast í daglegum samskiptum og samstarfi við aðra skipstjóra hjá samstæðu Vinnslustöðvarinnar, móðurfélags Hugins ehf. Þess skal þó getið að eftir kaup Vinnslustöðvarinnar á öllu hlutafé Hugins ehf. urðu breytingar á skipulagi og starfsemi útgerðar skipsins. Fyrrum eigendur útgerðarinnar héldu áfram störfum sem yfirmenn skipsins en þurftu, eins og oft fylgir slíkum breytingum, að aðlagast nýju starfsumhverfi og breyttri stöðu innan skipulagsheildarinnar.

Tryggingafélag útgerðarinnar, VÍS, hefur greitt bætur vegna tjónsins á neysluvatnslögn og ljósleiðara í samræmi við ákvæði siglingalaga, og hefur tjónið þar með verið bætt að fullu samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það hafa HS Veitur og Vestmannaeyjabær lýst því yfir að þau sætti sig ekki við þau málalok og undirbúa nú málssókn á hendur bæði útgerðinni og VÍS. Það mál mun hafa sinn gang hjá dómstólum.

Atvikið og afleiðingar þess hafa verið áhöfn Hugins þungbær reynsla, líkt og fyrir aðra sem að málinu hafa komið. Þá hefur málið einnig reynst mörgum í samfélaginu í Vestmannaeyjum erfitt. Útgerðin lítur málið alvarlegum augum og harmar þær aðstæður sem upp komu. Stjórnendur útgerðarinnar leggja áherslu á að málið fái eðlilegan framgang í viðeigandi farvegi og óska jafnframt eftir að opinberri umræðu um það verði stillt í hóf af tillitssemi við alla sem í hlut eiga.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.