Útisvæði sundlaugarinnar mun opna á morgun, fimmtudaginn 23. maí, eftir lokun síðustu vikna vegna framkvæmda. Þó er ekki allt klárt, en viðgerðir eru langt komnar.
Eitthvað er í að trampólín rennibautin muni opna, en unnið er að viðgerð á dúknum og vonast er til að rennibrautin verði tekin í notkun á næstu vikum.
Þetta kom fram á Facebook síðu sundlaugar Vestmannaeyja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst