Vísa ásökunum á bug
DSC_8031
Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Atvinnuvegaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Skatturinn og Fiskistofa hafa sent út sameiginlega yfirlýsingu vegna ásakana sem atvinnuvegaráðuneytið og starfsfólk þess hefur sætt undanfarið í tengslum við breytingu á lögum um veiðigjöld. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.

Við undirbúning og gerð frumvarps til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld var haft samráð milli atvinnuvegaráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins og undirstofnana þeirra ráðuneyta, Fiskistofu og Skattsins, eins og rakið er í athugasemdum með frumvarpinu. Hefur það samráð snúist um útfærslu gjaldanna og útreikning á grundvelli frumvarpsins.

Við meðferð frumvarpsins hjá atvinnuveganefnd Alþingis kom í ljós að ekki var samræmi milli þeirra sem lögðu fram mat á grundvelli eigin útreikninga á áhrifum þeirra breytinga sem frumvarpið gerði ráð fyrir. Það skýrðist af því að mismunandi forsendur voru gefnar fyrir útreikningunum og að ólík gögn voru notuð við hann. Inn í tiltekna útreikninga vantaði ákveðnar forsendur frá Fiskistofu, sem leiddi til skekkju í niðurstöðu.

Ráðuneytin og stofnanirnar unnu því í framhaldinu að því að tryggja að sameiginlegur skilningur væri milli þeirra sem að álagningu og framkvæmd veiðigjalda koma um aðferðafræðina. Greining Skattsins sem send var atvinnuveganefnd byggir á þessum sameiginlega skilningi og eru ráðuneytin sammála þessari niðurstöðu, sem og Fiskistofa.

Til að tryggja að frumvarpið sé alveg skýrt um þessar forsendur útreikninga hefur meirihluti atvinnuveganefndar lagt til breytingar í nefndaráliti sínu sem tekur af öll tvímæli í þessum efnum.

Atvinnuvegaráðuneytið og starfsfólk þess hefur upp á síðkastið sætt alvarlegum ásökunum í tengslum við þetta mál, m.a. um að hafa reynt að afvegaleiða löggjafann og að hafa óeðlileg afskipti af starfsemi stofnanna ríkisins. Slíkar ásakanir eru litnar mjög alvarlegum augum og vísa ráðuneytin þeim alfarið á bug.

 

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.