Laxey afhendir fyrsta hóp stórseiða til samstarfsaðila
23. júní, 2025

Laxey hefur náð mikilvælum áfanga í starfsemi sinni með afhendingu fyrsta hóps stórseiða til samstarfsaðila. Þetta markar upphafið að nýju og fjölbreyttara tekjustreymi fyrir fyrirtækið, þar sem reglubundin sala á hágæða stórseiðum verður nú hluti af rekstrarlíkani þess.

Með þessari afhendingu er stigið stórt og markvisst skref í þá átt að nýta framleiðslugetu Laxey til fulls, auka sveigjanleika í rekstri og skapa ný tækifæri innan íslensks fiskeldis. Kom þetta fram í fréttatilkynningu sem birtist frá þeim fyrr í dag:

,,Í dag náðist mikilvægur áfangi í starfsemi Laxey þegar fyrsti hópur stórseiða var afhentur langtímasamstarfsaðila fyrirtækisins. Afhendingin markar upphafið að reglubundinni sölu á stórseiðum sem hluta af tvíþættu tekjulíkani fyrirtækisins.

Auk framleiðslu á laxi til manneldis mun Laxey nýta hluta af framleiðslugetu sinni til ræktunar og sölu á hágæða stórseiðum til annarra laxeldisfyrirtækja. Þessi blandaða nálgun stuðlar að auknum rekstrarsveigjanleika og gerir fyrirtækinu kleift að hefja tekjuöflun áður en fullframleiðslu matfisks er náð.

Flutningur stórseiðanna fór fram með dælingu beint úr stórseiðahúsi Laxety yfir í brunnbát samstarfsaðila og gekk afar vel. Undirbúningur hafði verið vandlega skipulagður til að tryggja örugga og árangursríka afhendingu.

Staðsetning Laxey í Vestmannaeyjum er afar hentug fyrir slíka afhendingu, þar sem náttúruleg skjól og stutt siglingaleið út á opið haf gera aðstæður kjörnar fyrir flutninga og útflutning á stórseiðum.

Sala á stórseiðum getur jafnframt skilað ávinningi til viðskiptavina með því að stytta eldistíma í sjó og draga þannig úr líffræðilegri áhættu, lauk þess sem hún styrkir rekstraröryggi viðskiptavina.”

Myndir: Óskar Jósúasson og Halldór B. Halldórsson.

Hér má sjá myndband frá Viðlagafjöru þann 20. júní –> Viðlagafjara 20 júní 2025

Play Video
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.