Andlát: Óskar J. Sigurðssson

Óskar J. Sigurðsson, fyrrverandi vitavörður á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, lést þann 25. júní á heimili sínu á Selfossi, 87 ára að aldri. Óskar fæddist á Stórhöfða þann 19. nóvember árið 1937. Foreldrar hans voru þau Sigurður Valdimar Jónathansson, sem starfaði bæði sem vitavörður og veðurathugunarmaður, og Björg Sveinsdóttir.

Óskar hafði djúpan áhuga á náttúrunni og aflaði sér víðtækrar þekkingar á eigin spýtur. Hann vann um árabil að veðurmælingum, fuglamerkingum og umhverfisrannsóknum í Vestmannaeyjum.

Óskar á Stórhöfða við störf sín.

Óskar hóf að senda veðurskeyti þann 1. janúar 1952 og sendi sitt síðasta þann 31. október 2014, eftir óslitna þjónustu í heil 62 ár. Óskar tók við veðurathugunarstarfi föður síns og sinnti því af mikilli elju og oft erfiðar aðstæður, allt að átta sinnum á sólarhring.

Árið 2005 hlaut veðurstöðin viðurkenningu á alþjóðavettvangi og var Óskar sjálfur meðal annars heiðraður af NOAA sem „Hetja umhverfisins“.

Óskar byrjaði einnig að merkja fugla árið 1953 og náði að merkja alls um 91.700 fugla, sem var heimsmet samkvæmt Guinness árið 1997. Frá árinu 1991 tók hann þátt í mælingum á mengun, sem urðu að mikilvægum hluta af alþjóðlegri vöktun á umhverfismálum. Óskar fékk einnig viðurkenningu sem Eyjamaður árins, árið 2012 fyrir framlag sitt til umhverfismála.

Líf og starf Óskars spannar fjórar kynslóðir og markar eftirminnilegt og einstakt framlag til náttúruvísinda og samfélagsins í heild. Sam­býl­is­kona Óskars var Val­gerður Bene­dikts­dótt­ir, en þau slitu samvistum. Son­ur þeirra var Pálmi Freyr, veður­at­hug­un­ar­maður, en hann lést 2019.

Myndir: Óskar Pétur Friðriksson.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.