Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi í Grindavík í gær. Aflinn var mestmegnis karfi. Jón Valgeirsson skipstjóri lét vel af túrnum í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar.
„Þetta gekk bara vel en veitt var á Fjallasvæðinu út af Reykjanesinu í bongóblíðu. Farið var út á mánudag þannig að það tók ekki langan tíma að fá í hann. Þetta var þokkalegasti karfi sem veiddist þarna,” sagði Jón. Að lokinni löndun í Grindavík hélt Bergey til heimahafnar í Vestmannaeyjum og mun halda til veiða á ný í fyrramálið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst