Ný Heimaey VE er af annarri kynslóð
Fjárfestingar mikilvægar til að vera áfram í fremstu röð
Hluti fjölskyldunnar: Bylgja Valsdóttir, Magnús Úlfur Magnússon, Magnús Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir og Einar Sigurðsson.

„Ég býð ykkur hjartanlega velkomin hingað til að skoða nýtt skip Ísfélagsins sem fengið hefur nafnið Heimaey VE 1. Þetta er fjórða skipið sem Ísfélagið og forverar þess gera út með nafninu Heimaey. Það er ávallt hátíðleg stund í litlu samfélagi þegar nýtt skip kemur í flotann. Þetta þekkir fólk í sjávarplássum um allt land og skilur,“ sagði Einar Sigurðsson, stjórnarformaður félagsins þegar hann fagnaði nýju skipi með gestum um borð í Heimaey í gær. Kostar 5 milljarða Hann sagði endurnýjun flotans mikilvæga til þess að íslenskur sjávarútvegur sé ávallt í fremstu röð og geti keppt við sjávarútveg í öðrum löndum. „Við sem störfum í sjávarútvegi á Íslandi megum vera stolt af frammistöðu okkar. Við höfum staðið okkur vel þó auðvitað megi alltaf gera betur.

Það er samt ekki sjálfgefið að það gangi vel. Við borgum hæstu laun í fiskvinnslu í Evrópu, og skiptaprósenta er hæst hér í Atlantshafinu. Til að standa undir slíku eru fjárfestingar mikilvægar, og eingöngu þannig munum við halda áfram að vera í fremstu röð.“ Ný Heimaey kostaði rúma 5 milljarða en til samanburðar var hagnaður Ísfélagsins í fyrra 2,1 milljarður. „Það er þó mín trú og annarra forsvarsmanna félagsins að það fari saman, að fjárfesta vel í skipum og tækjum, vera með gott fólk og öfluga stjórnendur og að félagið skili góðri afkomu. Afkoman nýtist svo til frekari fjárfestinga. Það verður að vera gæfa okkar Íslendinga að raska ekki þessari hringrás, því þá drögumst við aftur úr þeim þjóðum sem við keppum við,“ sagði Einar og þakkaði gestum fyrir að koma og gleðjast með þeim.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.