Þegar þessi frétt er skrifuð um klukkan 13.00 er búið að skrá 2079 lundapysjur í pysjueftirlitið á lundi.is. Mikið magn virðist vera að fljúga á bæinn um þessar mundir.
Fram kemur á Facebook-síðu eftirlitsins að af 784 pysjum sem vigtaðar hafi verið er meðalþyngd þeirra aðeins 243 grömm. Þar segir jafnframt að ekki sé að sjá afgerandi fækkun á pysjum þrátt fyrir að nokkuð sé liðið á tímabilið.
Er fólk sem finnur pysjur eindregið hvatt til að skrá þær hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst