Allskonar fólk
Guðmundur Jóhann Árnason skrifar
5. september, 2025
MyndGJÁ
Guðmundur Jóhann Árnason

Sem „AKP“ (aðkomupakk) í Vestmannaeyjum hefur það verið mikil gæfa að fá að kynnast samfélaginu með augum gestsins og nú sem íbúi. Móðir mín, borin og barnfædd í Eyjum, flutti héðan í gosinu og ég  held það hafi alltaf verið skrifað í skýin að ég myndi einn daginn verða AKP-íbúi í Eyjum í fótsporum hennar og forfeðra minna, þá sérstaklega þegar ég varð tengdasonur Sibba Nínon fyrir rúmum tug ára. Það hefði þurft að taka mynd þegar skrifstofublómið ég, tók fyrst í hendurnar  á sjómannshrömmunum hans Sibba. Skrifstofublómið átti ekki sjéns. Síðan þá hef ég þó afrekað að fara sólarhrings loðnutúr á Sigurði VE (þar sem ég hékk bara upp í brú) og síðar gert heiðarlega tilraun til að gera upp Haukaberg, með merkilega ágætum árangri, svona miðað við að eiga einungis einn hamar þegar sú ákvörðun var tekin, og verandi skrifstofublóm (og fæddur í Keflavík).

Á þessum fjórum árum hef ég kynnst ótrúlegum fjölda fólks, í gegnum vinnuna, í gegnum Hljómey, Kiwanis, golfið eða bara með því að setjast í vinalegan öl á Brothers. Það er nefninlega þannig að ef maður er til í að vera með, þá er samfélagið í Eyjum fljótt að taka mann, AKP skrifstofublóm úr Keflavík, undir sinn verndarvæng. Það eru forréttindi og alls ekki sjálfsagt.

Nú hef ég í fjögur ár lifað á því boðorði að segja aldrei nei í Vestmannaeyjum, þegar ég get sagt já! Og þvílíka veislan! Nýlegast já-ið mitt var þegar ég var beðinn um að taka sæti í stjórn Eyjasýnar, félagsins sem gefur út Eyjafréttir. Og af því ég er jákvæður þá tók ég að mér stjórnarformennsku í félaginu í kjölfarið og hef sinnt því undanfarna tvo mánuði. Frá þeim degi hef ég viljað koma út úr mér nokkrum orðum og er þessi aðsenda grein (frá AKP skrifstofublómi úr Keflavík) margrituð og endurrituð. Ég vil nefninlega einhvernveginn koma því frá mér, til þín, hversu miklu máli Eyjafréttir skipta fyrir samfélagið í Eyjum. Ég gæti nefnt sagnarhefð, saga samfélagsins, menning og allskonar fín orð og flækjur. Ég las hins vegar grein fyrir mörgum árum, í Fréttablaðinu sáluga, sem er fyrsta og eina greinin sem ég hef klippt úr blaði og hengt upp á ísskáp. Greinin var skrifuð af Berg Ebba og hafði yfirskriftina, „Það er til fólk“. Ég ætla að stílstela og skil ykkur eftir með eftirfarandi:

Það er til fólk sem talar aldrei um veður, heldur klæðir sig bara eftir því ástandi sem veðrið býður upp á hverju sinni. Það er til fólk sem hefur aldrei sagt orð um Herjólf, hefur aldrei athugað ölduhæð né heyrt orðið „lengd öldu“. Það er til fólk sem hefur aldrei farið á Þjóðhátíð og heldur að Eyjamenn gisti í hvítu tjöldunum, eins og þeir séu í útilegu í Hallormsstað. Það er til fólk sem borðar ekki lunda af því þeim finnst hann vondur á bragðið og kallar Vestmannaeyska brauðtertu samloku. Það er til fólk sem hefur aldrei týnt dósir á laugardagsmorgni í Herjólfsdal, nema til að lengja í djamminu. Það er til fólk sem getur keypt málningu á sunnudögum, eða tréskrúfur og blóm. Það er til fólk sem hefur aldrei gefið kindum brauð, bara öndum. Það er til allskonar fólk.

Eyjafréttir segja sögu hinna. Þeirra sem vinna sjálfboðavinnu fyrir íþróttafélögin, svo börnin geti stundað íþróttir. Þeirra sem klífa klettana í leit að eggjum. Þeirra sem standa að stærstu útihátíð á Íslandi og þeirra sem týna dósir og rusl úr Dalnum á hverjum degi á hátíðinni til að styrkja íþróttafélögin. Sögur þeirra sem kaupa Kiwanis nammið á hverju ári og gleðja barnabörnin. Allra þeirra sem byggja upp og bera samfélagið í Vestmannaeyjum. Þeirra sem byggðu það upp og þeirra sem hreinlega þurfa ekki málningu, tréskrúfur eða blóm á sunnudögum, því í akkúrat því felast lífsgæði.

Ætlar þú í alvöru ekki að vera með?

Hér má gerast áskrifandi að Eyjafréttum – vertu með.

 

Bestu kveðjur,

Guðmundur Jóhann Árnason

Stjórnarformaður Eyjasýnar og AKP skrifstofublóm.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
8. tbl. 2025
8. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.