Allra hagur og betur sjá augu en auga

Í september var opnað fyrir ábendingar, tillögur og umsóknir um styrki til Vestmannaeyjabæjar fyrir næsta ár undir heitinu Viltu hafa áhrif 2020? Alls bárust yfir 40 umsóknir um styrki og ábendingar. Tilkynnt verður um hverjir fá styrki og hvaða tillögur fá framgöngu í Náttúrugripasafninu við Heiðarveg á morgun, laugardag kl. 12.00.

Þetta hefur verið gert í nokkur ár með góðum árangri og markmiðið er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á fjárhagsáætlun næsta árs sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í gær.

Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. Má þar m.a. nefna styrki til fjölda sýninga, menningartengda bókaútgáfu, kaup á köldum potti á sundlaugarsvæðinu, leiktæki á opnum svæðum og göngustíga.

„Tillögurnar sem bárust núna eru ekki síður athyglisverðar. Það er gaman og nauðsynlegt fyrir okkur sem falin er stjórn bæjarins að fá hugmyndir um verkefni beint frá bæjarbúum. Það er allra hagur og betur sjá augu en auga,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri.

Það kemur í hlut Njáls Ragnarssonar, formanns bæjarráðs að upplýsa um og afhenda styrkina í  Náttúrugripasafinu á morgun.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.